Garðar Ólafs

Frá árinu 2010 hefur Garðar haft brennandi áhuga á kvikmyndagerð, ljósmyndun og Íslenskri náttúru. Hann hefur ferðast um landið og fangað hina fallegu náttúru Íslands, unnið með fjölmörgum íslenskum og erlendum fyrirtækjum í framleiðslu á stafrænu efni bæði fyrir sjónvarp, samfélagsmiðla og fjölmiðla. Garðar lærði upptöku, klippingu, litaleiðréttingu og hljóðvinnslu í Kvikmyndaskóla Íslands árið 2014.